Nemendur við íþróttaskor menntavísindasviðs HÍ hafa núna þessi misserin verið með íþróttatímana hjá okkur. Þetta er hluti af þeirra námi. Virkilega skemmtileg samvinna sem tekst vel til.
Nemendur við íþróttaskor menntavísindasviðs HÍ hafa núna þessi misserin verið með íþróttatímana hjá okkur. Þetta er hluti af þeirra námi. Virkilega skemmtileg samvinna sem tekst vel til.
Föstudaginn 7. október verður Bláskógaskóli (leik- og grunnskóladeild) lokaður vegna kennaraþings og haustþings.
Miðvikudaginn 28. september kl. 20:30 verður kynningarfundur fyrir komandi skólaár leikskóladeildar Bláskógaskóla. Fundurinn verður haldinn í skólanum og vonumst við til að sjá sem flesta.
Í dag 16. september er dagur íslenskrar náttúru. Í tilefni dagsins fórum við saman í góðan göngutúr meðfram vatninu. Við erum virkilega þakklát þeirri fallegu náttúru sem er stór hluti af nærumhverfi skólans og ræddum um hversu heppin við værum að hafa bæði fjöll og vatn í kringum okkur!
Í dag, 8. september, er alþjóðlegi dagur læsis. Á þessum degi er fólk, hvar sem það er í heiminum, hvatt til þess að skipuleggja læsis- og lestrarviðburði.
Kennarar Bláskógaskóla á Laugarvatni mættu með sína uppáhalds bók í tilefni dagsins og lásu fyrir nemendur sína.
With Google+ plugin by Geoff Janes