Bláskógaskóli tekur þátt í spurningakeppni grunnskólanna sem haldin verður í Þorlákshöfn fimmtudaginn 31. október klukkan 18:30. Blásið var til forkeppni í skólanum í gær. Stigahæstu nemendur urðu: Sveinbjörn, Óskar og Gabríel, varamenn verða Gústaf og Tómas. Mótherjar okkar í Þorlákshöfn verða nemendur úr Barnaskólanum á Stokkseyri og Eyrarbakka og nemendur grunnskólans á Hellu.