Kennaraþing verður á Hvolsvelli fimmtudaginn 3.okt. og föstudaginn 4.okt. Kennsla verður til hádegis á fimmtudeginum og nemendur fara heim þá (enginn matur), á föstudeginum verður engin kennsla í Bláskógaskóla. Haustþing Leikskólakennara er á föstudag 4.okt. og leikskóladeildin því einnig lokuð þann dag.
Monthly Archives: September 2013
Sprækir krakkar um allt Suðurland
Grunnskólamót HSK í frjálsíþróttum var haldið á Laugarvatni í blíðskaparveðri, þann 17. september. Því miður nutu keppendur ekki veðursins þar sem áður hafði verið ákveðið að færa keppnina inn fyrir hússins dyr því veðurútlit virtist eiga að vera vindasamt. Keppnin var sem sagt haldin innandyra og kepptu krakkarnir sem skráðu sig í mótið í þremur greinum; 30m spretthlaupi, langstökki án atrennu og kúluvarpi.
Sex skólar skráðu sig til leiks, Grunnskólinn í Þorlákshöfn, Grunnskólinn í Hveragerði, Vallaskóli, Þjórsárskóli, Flúðaskóli og Bláskógaskóli. Mótið gekk mjög vel fyrir sig og stóðu krakkarnir sig með prýði og voru sannar fyrirmyndir í umgengni, það fór ótrúlega lítið fyrir þeim þrátt fyrir að um 150-160 keppendur væru inni í íþróttahúsinu á Laugarvatni.
Grunnskólameistarar HSK í frjálsíþróttum árið 2013 í hverjum flokki fyrir sig voru eftirfarandi:
5.-6. bekkur stelpur: Grunnskólinn í Hveragerði
7.-8. bekkur stelpur: Grunnskólinn í Hveragerði
9.-10. bekkur stelpur: Vallaskóli
5.-6. bekkur piltar: Bláskógaskóli
7-8. bekkur piltar: Flúðaskóli
9.-10. bekkur piltar: Grunnskólinn í Þorlákshöfn
Heildarúrslitin, sem og árangra hvers keppanda má svo nálgast á heimasíðu HSK.
Grunnskólamót í frjálsum íþróttum
Á morgun, þriðjudaginn 17. sept. kl. 10:00 – 13:00 fer fram Grunnskólamót HSK í frjálsum í íþróttahúsinu á Laugarvatni, fyrir nemendur í 5.-10. bekk. Við tökum að sjálfsögðu þátt í þessu móti og í fyrramálið heldur vaskur hópur nemenda að Laugarvatni og etur kappi við jafnaldra sína af Suðurlandi
Keppnisgreinar á mótinu verða: 40m spretthlaup, kúluvarp, og langstökk án/atrennu.
Haustgönguferðir
Í næstu viku 9.-13. september verða daglegar gönguferðir hjá öllum nemendum Bláskógaskóla.
Það er því mikilvægt að nemendur séu klæddir við hæfi og í góðum skóm.
Göngukveðjur,
Starfsfólk Bláskógaskóla
Kynningafundur fyrir foreldra unglinga (8.-10.bekk) Laugarvatni
Miðvikudaginn 4. september kl. 15:10 verður kynningarfundur í Reykholti fyrir foreldra unglinga á Laugarvatni. Þarna gefst foreldrum tækifæri til að skoða húsnæði skólans og hitta kennara sem kenna náttúrufæði, stærðfræði og valgreinar.
Foreldrar eru hvattir til að mæta og nýta þetta tækifæri til að hitta kennarana og sjá umhverfið sem unglingarnir eru í tvisvar í viku
Hefðbundnir haustkynningarfundir verða auglýstir síðar.