Öskudagur í leikskólanum, það var ball og síðan fórum í gönguferð og sungum á nokkrum stöðum.
Monthly Archives: March 2014
Stóra upplestrarkeppnin
Fimmtudaginn 6. mars var lokahátíð haldin í Árnesi. Þar kepptu nemendur 7. bekkjar úr Bláskógaskóla, Flúðaskóla, Flóaskóla, Kerhólsskóla og Þjórsárskóla. Áður höfðu farið fram forkeppnir í skólunum og sendi hver skóli tvo fulltrúa á lokahátíðina. Allir stóðu sig með prýði. Rósa Kristín Jóhannesdóttir og Soffía Margrét Sigurbjörnsdóttir lásu fyrir Bláskógaskóla. Soffía kom inn sem varamaður fyrir Sverri Örn Gunnarsson. Allir fengu viðurkenningu frá félagi bókaútgefenda en það var ljóðasafn með ljóðum Erlu.
Sigurvegari í ár var Guðbrandur Örn Úlfarsson úr Flúðaskóla
Rósa Kristín náði öðru sæti, til hamingju með það.
Í þriðja sæti var Laufey Helga Ragnheiðardóttir úr Flúðaskóla.
Nemendur úr Þjórsárskóla fluttu tónlistaratriði.
Öskudagur
Öskudagsskemmtun Reykholti
Hin árlega öskudagsskemmtun verður haldin í íþróttahúsinu í Reykholti miðvikudaginn 5. mars og hefst kl: 13:00 og stendur til 14:45. Nemendur komast því heim með skólabíl.
Aðgangseyrir er 400 krónur (kostnaður við nammi og verðlaun) og dagskráin með hefðbundnu sniði og undir stjórn nemenda í 7. bekk að vanda.
Nemendur mega koma með búning í skólann og fá tíma og aðstoð í skólanum til að klæða sig og mála. Foreldrar eru hins vegar mjög velkomnir til að aðstoða börnin. Kennarar og starfsmenn fylgja nemendum niður í íþróttahús og verða með á skemmtuninni.
Verðlaun verða veitt fyrir frumlegasta heimagerða búninginn, flottasta búninginn og fyndnasta búninginn. Einnig verða verðlaun fyrir limbó, ásadans og setudans og “kötturinn í tunnunni” verður á sínum stað, skipt í yngri og eldri nemendur.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Nemendur og umsjónarkennari 7. bekkjar í Reykholti