Bláskógaskóli, Laugarvatni var með spiladag föstudaginn 31. október, allir voru velkomnir. Allir skemmtu sér vel.
Monthly Archives: October 2014
Landafræði 9.bekkur Reykholti
Útiskóli
Fréttir af starfinu í 10.bekk í Reykholti
Lestur og ritun smásagna
Meðal viðfangsefna í móðurmálsnámi 10. bekkinga í Reykholti á haustönninni hefur verið lestur og athugun á eðli smásagna sem skáldskaparforms. Nýafstaðið er lokaverkefni þessara rannsókna en það var vitaskuld það erfiða verk að að frumsemja og skrá smásögu eftir kúnstarinnar „reglum“ og hefðum. Á borði móðurmálskennarans liggja 10 sögur sem hann les og metur. Einkennin eru öll þarna; fáar persónur, óvænt endalok, dýr, þjóðsagna- og ævintýratengingar og allt hitt.
Sögurnar heita: Fótsporin, Eltingarleikurinn, Týpískur mánudagur, Dularfulla kindahvarfið, Sirkus, Jón og Gunna, Frelsi, Hjarta Gosi, Súkkulaðibitakökurnar og ein sagan er án titils.
Nú eru 10. bekkingar byrjaðir að lesa Grettis sögu. Langafi Grettis, Önundur tréfótur, var að missa fótinn í orustu og biðja sér konu. Fjörið er rétt að byrja.