Í dag fór útiskólahópurinn í kynningarferð í björgunarsveitahúsið þar sem Sölvi og Smári tóku á móti þeim og héldu kynningu á starfi björgunarsveitarinnar. Virkilega gaman að fá að koma til þeirra og þökkum við kærlega góðar mótttökur!
Í dag fór útiskólahópurinn í kynningarferð í björgunarsveitahúsið þar sem Sölvi og Smári tóku á móti þeim og héldu kynningu á starfi björgunarsveitarinnar. Virkilega gaman að fá að koma til þeirra og þökkum við kærlega góðar mótttökur!
Við í Bláskógaskóla á Laugarvatni höfum ákveðið að skapa nýja afmælishefð.
Þegar maður á afmæli er svo sannarlega tilefni til að flagga íslenska fánanum og það munum við gera með afmælisbarni dagsins.
Þann 22. október fagnaði hún Alice Alexandra Flores okkar sínum 12 afmælisdegi. Alice átti góðan afmælisdag með vinum sínum í skólanum og svo með fjölskyldunni sinni. Um morguninn fór hún með Elfu og flaggaði í tilefni dagsins 🙂
Til hamingju með afmælið Alice 🙂
Fimmtudaginn 22. október nk. ætlum við að taka höndum saman og hreinsa og bæta með tiltekt í skólanum og á skólasvæðinu. Við óskum eftir krafti foreldra og að sjálfsögðu nemenda sjálfra. Flott tækifæri fyrir foreldra og börn til gera eitthvað gott og gaman saman.
Útisvæðið í Dvergheimum verður tekið í gegn kl 15-17 og allskonar tiltekt innanhúss í skólanum kl 17-19. Væri gaman að sjá sem flesta 🙂
Það verður kaffi á könnunni…já og yfir eldinum!
Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum.
Föstudaginn 16.10 var bleikur dagur í Bláskógaskóla á Laugarvatni. Með þessu vorum við að vekja athygli og stuðla að umfjöllun og forvörnum gegn krabbameini.
Stemningin var skemmtileg í skólanum og gaman að sjá hver mörg börn og margir kennarar mættu í einhverju bleiku. Í tilefni dagsins hittust allir saman í salnum og sungu Glaðasti hundur í heimi 🙂
With Google+ plugin by Geoff Janes