Við í Bláskógaskóla á Laugarvatni héldum upp á dag íslenskrar tungu sem var 16. nóvember.
Allir mættu með sína uppáhaldsbók og þau sem vildu fengu að kynna hana fyrir hinum nemendum skólans í salnum. Margir krakkar kynntu sína bók, bæði úr leik og grunnskólanum 🙂
5. – 7. bekkur flutti kvæðið Fjallið Skjaldbreiður, eftir Jónas Hallgrímsson, fyrir samnemendur sína í salnum og síðan var úti íslensku kennsla hjá 5. – 10. bekk saman.
Hér má sjá myndir af deginum 🙂