Skólaslit grunnskóladeildar Bláskógaskóla á Laugarvatni verða mánudaginn 6. júní. Þau hefjast kl. 16:00 í sal skólans og bjóðum við ykkur öll velkomin 🙂
Monthly Archives: May 2016
Kennileiti í Laugardalnum.
Í byrjun maí mánaðar fóru nemendur útiskólans í 1. – 4. bekk og 5 ára börnin í leikskólanum í leiðangur um sveitina. Þeim var skipt í 5 hópa og fékk hver hópur leiðsögumann, þrír hópar voru á Laugarvatni undir leiðsögn Hilmars Einarssonar, Pálma Hilmarssonar og Harðar Bergsteinssonar og svo fóru tveir hópar inn í dal þar sem annar hópurinn gekk um Hjálmsstaði undir leiðsögn Páls Pálmasonar og hinn hópurinn gekk um Ketilvelli undir leiðsögn Gróu Grímsdóttir.
Allir hóparinn komu ánægðir og reynslunni ríkari úr sinni ferð og unnu verkefni í kjölfarið. Verkin hafa nú verið hengd upp hér í skólanum og bjóðum við ykkur velkomin að skoða þau. En þau verða einnig til sýnis á skólaslitunum.
Við þökkum Hilmari, Pálma, Herði, Páli og Gróu kærlega fyrir aðstoðina og góða skemmtun í þessu verkefni 🙂
Síðar í mánuðinum fóru þau svo öll saman í heimsókn í Sorpu til Guðmundar, á Bifvélaverkstæðin hjá Valberg og Jóni og svo til Tomma á Trésmíðaverkstæði Tómasar. Þar lærðu þau ýmislegt um flokkun á rusli, hvað fer fram á bifvélaverkstæðum og hvernig smiðir vinna sín töfrabrögð á söginni. Þetta var mjög skemmtileg og lærdómsrík ferð 🙂
Við þökkum Guðmundi, Valbergi, Jóni, Tomma og Dísu kærlega fyrir móttökurnar.
Vísinda- og sögusafnsferð 5. – 10. bekkjar
Þriðjudaginn 3. maí fóru nemendur í 5. – 10. bekk í ferð til Reykjavíkur ásamt kennurum sínum þeim Guggu og Hallberu.
Byrjað var á því að fara í Háskólabíó þar sem þau heimsóttu Vísindasmiðju HÍ. Þar fengu nemendur að kynnast ýmsum vísindum og jarðfræði og höfðu allir gaman af.
Þegar þessari heimsókn lauk fóru þau á Sögusafnið, Saga museum, sem var áður í Perlunni en er nú á Fiskislóð og þar fengu þau frábæra sýningu á sögu landsins okkar og í lok sýningarinnar fengu allir að máta búninga og vopn eins og notuð voru hér á öldum áður.
útskrift og vorhátíð.
Miðvikudaginn 11. maí er útskrift í leikskóladeild Bláskógaskóla á Laugarvatni. Útskriftin byrjar kl. 15:00 og verður í sal skólans, þar munu leikskólabörnin sýna afrakstur skólaársins í myndum og verki. Vorhátíð foreldrafélagsins verður svo í framhaldi af útskriftinni á leikskólalóðinni.