Föstudaginn 26. ágúst og laugardaginn 27. ágúst verða fjölskyldudagar hjá okkur í Bláskógaskóla Laugarvatni. Þá er ætlunin að setja niður rólur á nýju leiksvæði og ýmislegt fleira sem stendur til vegna útilóðar á leiksvæði bæði leik-og grunnskóla.
Það væri frábært að sem flestir gætu lagt hendur á plóg og búinn verður til viðburður í byrjun ágúst þar sem verða nánari upplýsingar.
Hlökkum til að eiga góðan dag saman og gera skólasvæðið okkar betra 🙂