Sunnudaginn 20. nóvember stóð foreldrafélag Bláskógaskóla fyrir jólaföndurs degi. Í boði var að skreyta piparkökuhús sem beið tilbúið og uppsett, föndra og búa til músastiga úr krempappír. Foreldrar mættu með eitthvað á hlaðborð og jólatónlist ómaði um húsið og svo var skiptimarkaður með fötum og leikföngum 🙂 Dagurin var vel heppnaður og virkilega gaman hve margir gátu mætt og tekið þátt í gleðinni. Hér eru nokkrar myndir frá deginum 🙂