Mánudaginn 20. febrúar bjóða nemendur skólans öllum mæðrum, ömmum, systrum og frænkum í morgunmat í tilefni konudagsins. Morgunverðurinn verður frá kl. 8:00 – 8:30 í sal skólans.
Hlökkum til að sjá ykkur og eiga með ykkur notalega morgunstund 🙂
Mánudaginn 20. febrúar bjóða nemendur skólans öllum mæðrum, ömmum, systrum og frænkum í morgunmat í tilefni konudagsins. Morgunverðurinn verður frá kl. 8:00 – 8:30 í sal skólans.
Hlökkum til að sjá ykkur og eiga með ykkur notalega morgunstund 🙂
Það er sjaldan lognmola hér í Bláskógaskóla á Laugarvatni og ýmislegt skemmtilegt í vændum hjá okkur fram á vor.
Hér kemur smá yfirlit um hvað er framundan en við munum svo auglýsa hvern viðburð betur þegar nær dregur.
Vetrarfrí.
Mánudaginn 27. og þriðjudaginn 28. febrúar verður vetrarfrí í skólanum.
Fimmtudaginn 16. mars verður árshátíð skólans og í þeirri viku munum við bjóða alla foreldra að koma ásamt nemendum og starfsmönnum skólans á þing þar sem stefnt verður á að finna saman reglur skólans. Við komum til með að auglýsa það betur þegar nær dregur og vonum að sjálfsögðu að sem flestir sjái sér fært um að mæta.
Þriðjudaginn 21. mars er stefnan tekin á skíðaferð með öllum í skólanum. Við munum einnig auglýsa þá ferð betur þegar nær dregur.
With Google+ plugin by Geoff Janes