Frí er í Bláskógaskóla Laugarvatni, grunnskóla og leikskóladeild 1. maí – Verkalýðsdaginn.
Njótið helgarinnar!
Frí er í Bláskógaskóla Laugarvatni, grunnskóla og leikskóladeild 1. maí – Verkalýðsdaginn.
Njótið helgarinnar!
Aðalfundur foreldrafélagsins verður haldinn þriðjudaginn 2. maí kl. 16:00 í sal grunnskólans.
Á dagskrá
Vonumst til að sjá sem flesta 🙂
Fimmtudaginn 20. apríl er sumardagurinn fyrsti og því lokað bæði í leik-og grunnskólanum. Við þökkum ykkur öllum fyrir frábæran og viðburðaríkan vetur og hlökkum til að fagna með ykkur sumrinu 🙂
Njótið dagsins og gleðilegt sumar 🙂
Þann 2. mars var haldin undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina sem nemendur 7. bekkjar taka þátt í.
Undirbúningur stóð yfir um nokkurt skeið og eftir flotta keppni var niðurstaðan sú að þau Brynjar Logi Sölvason og Thelma Rún Jóhannsdóttir myndu keppa fyrir hönd Bláskógaskóla á Laugarvatni í Stóru upplestrarkeppninni sem fór fram í Aratungu, fimmtudaginn 9. mars þar sem þau stóðu sig með mikilli prýði.
María Elísa Aradóttir fór sem varamaður en hún sigraði einnig myndasamkeppnina fyrir keppnina.
Bláskógaskóli á Laugarvatni og í Reykholti sendu frá sér fulltrúa í sameiginlegu liði í Skólahreystikeppnina – suðurlandsriðli, sem fór fram í Garðabæ þann 15. mars s.l. Keppendurnir voru þau Anthony Karl Flores (Laugarvatn), Jóna Kolbrún Helgadóttir (Reykholt), Lára Björk Pétursdóttir (Laugarvatn) og Sölvi Freyr Jónasson (Reykholt). Þau stóðu sig heldur betur vel og hrepptu 3. sætið í keppninni – við óskum þeim til hamingju með frábæran árangur 🙂
Úrslit keppninnar má sjá á www.skolahreysti.is en Lára Björk tók 41 armbeygju og var á 3.08í hreystigreipinni, Anthony og Jóna voru á 2.44 í hraðaþrautinni og Sölvi Freyr tók 40 upphyfingar og 50 dýfur. Þvílíkt hreysti í þessum nemendum okkar !! 🙂
Allir nemendur beggja skólanna í 8. – 10. bekk ásamt nemendum í Kerhólsskóla í Grímsnes- og Grafningshreppo mættu í salinn og hvöttu sín skólasystkini og voru skólunum sínum svo sannarlega til sóma og öll til fyrirmyndar. Vel heppnaður dagur og allir fóru sáttir og stoltir heim 🙂
Til hamingju með glæsilegan árangur 🙂
With Google+ plugin by Geoff Janes