Umsókn um skólavist hjá tónlistarskóla Árnesinga 2017-2018
Sótt er um rafrænt á heimasíðu Tónlistarskóla Árnesinga www.tonar.is – smellt á: UMSÓKN UM SKÓLAVIST og allar umbeðnar upplýsingar fylltar út.
Umsóknarfrestur er til 1. júní 2017, nemendur skrá sig til náms allan veturinn.
Nemendur sem fá skólavist, fá póst í ágústbyrjun með upplýsingum um greiðslu skólagjalda.
Kennsla hefst 28. ágúst 2017 og stendur til maíloka 2018.
Í flestum tilvikum er hægt að fá leigð blásturs- og strokhljóðfæri af skólanum. Nemandi sem vill kaupa eigið hljóðfæri er hvattur til að gera það í samráði við kennara sinn.
Áttu umsókn á biðlista ?
Ath. að endurnýja þarf umsókn árlega og merkja í veiðeigandi reit.