Það hefur verið mikið gaman hjá okkur á leikskóladeildinni í blíðskapaveðrinu. Forsetahjónin heimsóttu Bláskógabyggð í tilefni 15 ára afmælis sveitarfélagsins og tóku leikskólabörnin, ásamt börnum á leikjanámskeiðinu hjá UMFL og öðrum, vel á móti þeim hjónum og öðrum gestum með söng og flögguðu öll íslenska fánanum. Við þökkum þeim hjónum kærlega fyrir komuna og vonumst auðvitað til að hitta þau aftur við gott tækifæri 🙂
Á mánudeginum 12. júní fóru öll börn fædd 2014 og uppúr saman í skólaferð í Laugarvatnshelli þar sem þau fengu leiðsögn og fræðslu og settu svo niður kartöflur. Sólin bætir bara og kætir og komu allir sælir og sáttir úr þeirri ferð.
Myndir af þessum skemmtilegu uppákomum má fynna HÉR 🙂 – myndasameign skólans.