Föstudaginn 13. október verður lokað í leikskólanum vegna haustþings leikskólakennara.
Lokað verður í leik- og grunnskólanum dagana 27. október til og með þriðjudagsins 31. október vegna starfsdaga kennara.
Föstudaginn 13. október verður lokað í leikskólanum vegna haustþings leikskólakennara.
Lokað verður í leik- og grunnskólanum dagana 27. október til og með þriðjudagsins 31. október vegna starfsdaga kennara.
Ármann Höskuldsson sjúkraflutningamaður hjá HSU og yfirleiðbeinandi hjá Landsbjörg kom til okkar í Bláskógaskóla á Laugarvatni og var með námskeið í skyndihjálp fyrir starfsfólk í leik- og grunnskólanum.
Mikilvægt námskeið þar sem farið var yfir hvernig bregðast ætti við hinum ýmsum óhöppum og slysum. Einnig fórum við yfir hvernig á að bregðast við ef upp koma bráðaofnæmistilfelli og fengum t.d kennslu í að nota ofnæmispenna.
Við þökkum Ármanni kærlega fyrir áhugavert og lærdómsríkt námskeið.
Síðan 1984 hafa grunnskólar á Íslandi tekið þátt í norræna skólahlaupinu. Tilgangurinn er að hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu og einnig til að kynna og skýra nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkamann og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.
Bláskógaskóli tók að sjálfsögðu þátt í ár líkt og undan farin ár og gátu nemendur valið um að hlaupa 2.5km, 5km eða 10km.
Hver og einn er aðeins í keppni við sjálfan sig og fer á sínum hraða – allir stóðu sig ótrúlega vel 🙂
Hér má sjá myndir frá hlaupinu 🙂