Monthly Archives: December 2017
Luktarganga, jólamatur og jólaball
Þessi vika hefur verið heldur betur hugguleg hér í Bláskógaskóla á Laugarvatni.
Á mánudaginn mættu nemendur í kósýfötum, gerðu jólakort og horfðu á mynd.
Á þriðjudeginum fóru allir í leik- og grunnskólanum í luktargöngu um þorpið, sungu fyrir staðarbúa og fengu sér heitt kakó í lokin og svo var jólamatur í hádeginu.
Vikuna enduðum við svo með virkilega skemmtilegu jólaballi þar sem allir nemendur og starfsmenn leik- og grunnskólans dönsuðu í kringum jólatré ásamt hressum jólasveinum og nemendur í elstudeild spiluðu og sungu ásamt Gesti og Róbert tónlistarkennurum frá tónlistarskóla Árnesinga.
Grunnskóladeildin er komin í jólafrí og leikskóladeildin byrjar sitt jólafrí eftir 22. desember.
Hér má sjá myndir sem teknar voru í desember 🙂
Jólin koma, jólin koma…
Kæru foreldrar og forráðamenn,
Nú er farið að styttast í jólafrí hjá okkur. Næstu dagar einkennast af því.
Þriðjudagur 19. desember
Hefst á hefðbundinn hátt klukkan 8:15. Skólabílar sækja á sama tíma.
Við förum svo í luktargöngu um bæinn um klukkan 9:00 og syngjum fyrir bæjarbúa. Munum að koma vel búin til útiveru.
jólamatur verður á borðum í skólanum með hátíðlegum blæ.
Skóla líkur klukkan 12:30. Skólabílar fara þá til baka og ekki er boðið upp á frístund. Nemendur fara því heim klukkan 12:30.
Miðvikudagur 20. desember
Skólabílar sækja tveimur tímum seinna en venjulega. Skólinn hefst klukkan 10:00.
Við byrjum með stofujólum og höldum svo litlu jólin okkar klukkan 11:00
Skólabílar fara klukkan 12:00 og Ekki er frístund þennan dag.
Þá hefst jólafrí grunnskólanemenda.
Nemendur mæta svo aftur í skólann þann 3. janúar, samkvæmt stundaskrá.
Gleðileg jól!
Nú er hægt að bætast í hópinn!
Við auglýsum eftir sérkennara og leikskólakennara. Nú er tækifæri til að slást í frábæran hóp starfsmanna skólans og fá að vinna með hópi einstakra nemenda.
Langar þig að vera með í að móta og þróa skólastarf í fallegu umhverfi með skemmtilegum starfsmannahópi?
Við leitum eftir:
Sérkennara á leik- og grunnskólastigi 50% starf
Leikskólakennara á leikskóladeild 100 % starf
Bláskógaskóli á Laugarvatni er samrekinn leik og grunnskóli sem leggur meðal annars mikla áherslu á samfellu á milli skólastiga, fjölbreytta kennsluhætti og einstaklingsmiðað nám. Útinám er stór þáttur í stefnu skólans og hefur verið í þróun um nokkurt skeið.
Starfsumhverfið er hvetjandi og krefjandi í senn. Teymiskennsla hefur verið í þróun með góðum árangri og vilja stjórnendur leggja áherslu á að skapa jákvætt og áhugavert starfsumhverfi.
Störfin henta jafnt körlum sem konum.
Ef ekki fæst kennari með kennsluréttindi á viðkomandi skólastigi eða sérkennsluréttindi verður litið til kennsluréttinda á öðru skólastigi eða háskólaprófs í uppeldisfræðum. Að auki er reynsla og meðmæli úr fyrri starfi/störfum mikilvæg.
Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 5. janúar 2018.Frekari upplýsingar veitir Elfa Birkisdóttir skólastjóri í síma: 480-3030 eða í gegnum tölvupóst elfa@blaskogaskoli.is
Við leitum eftir metnaðarfullum einstaklingum sem hafa færni í mannlegum samskiptum, eru jákvæðir og hafa brennandi áhuga fyrir margbreytilegu starfi. Lausnamiðun í starfi er mikilvægur eiginleiki sem og sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
Hérna má nálgast auglýsinguna á PDF formi Sérkennari_leikskólakennari_2017 heimasíða