Grunnskóladeild Bláskógaskóla Laugarvatni er í vetrarfrí nk. mánudag og þriðjudag (26. febrúar og 27. febrúar).
Skólinn hefst að nýju samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 28. febrúar. Eigið góðar stundir saman.
Leikskóladeild verður opin.
Grunnskóladeild Bláskógaskóla Laugarvatni er í vetrarfrí nk. mánudag og þriðjudag (26. febrúar og 27. febrúar).
Skólinn hefst að nýju samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 28. febrúar. Eigið góðar stundir saman.
Leikskóladeild verður opin.
Þann 20. febrúar kemur Stjörnu-Sævar í heimsókn í skólann. Heimsóknin er samstarfsverkefni okkar og ML en Sævar mun heimsækja menntaskólann sama dag.
Sævar byrjar á því að hitta nemendur á yngsta-stigi ásamt 5 ára leikskólanemendum klukkan 13:00 í sal skólans. Síðan fá nemendur í 4-10 bekk að hitta hann um klukkan 13:30.
Foreldrum og öðrum áhugasömum er velkomið að koma í heimsókn á þessum tíma og taka þátt.
Sævar verður svo í ML klukkan 16:00 og mun halda fyrirlestur fyrir alla nemendur.
Hérna má finna vef Sævars um stjörnufræði https://www.stjornufraedi.is/ Það er tilvalið fyrir foreldra að skoða vefinn með börnum sínum fyrir heimsóknina. Hugsanlega koma upp spurninga sem að Sævar getur reynt að svara.
Á morgun er öskudagur og verður því furðufatadagur í skólanum. Það er leyfilegt að koma í búning, furðufötum eða náttfötum, hvernig sem nemandi kýs. Biðjum við fólk að íhuga að aukahlutir búninga verði ekki ógnandi fyrir aðra. 6.-7. bekkur mun sjá um smá dansiball í síðasta tímanum fyrir skólalok. Þar verður dansað og farið í leiki.
Engin verðlaun verða veitt né verður sjoppa á staðnum.
Skólinn eða frístund mun ekki fara með nemendum að syngja fyrir nammi og óskum við eftir að foreldrar láti sérstaklega vita ef nemendur verða ekki í frístund, gott ef þjálfari æfinga er einnig látinn vita ef iðkendur munu ekki koma á æfingu kl. 15.
Frístund verður annars með hefðbundnu sniði sem endar á fylgd á æfingu í íþróttahúsi.
Gleðilegan öskudag!
Nemendur leik- og grunnskóla bjóða foreldurm sínum, öfum og ömmum og öðrum ættingjum til morgunkaffis næstkomandi föstudags. Boðið er í tilefni Bóndadags og Konudagsins.
Kaffið hefst klukkan 8:00 og stendur til klukkan 9:00. Klukkan 8:45 verður svo haldin salur líkt og gert er annan hvern föstudag í skólanum. Þá koma nemendur saman og syngja tvö lög og oft er boðið upp á stutt skemmtiatriði undir stjórn nemenda.
Við hvetjum alla foreldra til að taka daginn snemma og njóta rólegrar stundar með okkur í skólanum.
Sjáumst
Nemendur og starfsfólk
With Google+ plugin by Geoff Janes