Við skólann hefur verið marvisst unnið með ART-kerfið. Stærsti hluti kennara skólans á báðum deildum hefur sótt ART námskeið þar sem að þeir læra að beita þeim æfingum sem að ART býður uppá. Upplifun okkar er sú að ART hafi áhrif á betri samskipti nemenda og þar af leiðandi betri líðan.
Það er því sönn ánægja að sjá niðurstöður í þessari skýrslu sem að var að koma út um ART þjálfunina. Þar er augljóst að við erum ekki ein um að finnast árangurinn af ART þjálfunininn vera jákvæður.
Við stefnum því ótrauð áfram í ART vinnunni og vonumst til þess að halda áfram mjög háu hlutfalli ART þjálfaðra kennara.
Hérna má lesa skýrsluna: ART Endanleg skýrsla
Við bendum einnig á skemmtilegt myndband um ART á vef ISART en það má sjá hér: https://youtu.be/MyuYMYmgKZ0
Frekari upplýsingar er að finna á vef ISART www.isart.is