Við minnum á lokað verður bæði í leik- og grunnskóla dagana 25. og 26. október vegna starfsdaga.
Monthly Archives: October 2018
Friðarhlaupið og Norræna skólahlaupið
Það er óhætt að segja það að krakkarnir í Bláskógaskóla á Laugarvatni séu dugleg að hreyfa sig. Í október tóku þau þátt í tveimur hlaupum Friðarhlaupinu og Norræna skólahlaupinu
,,Friðarhlaupið (Sri Chinmoy Oneness-Home Peace Run) er alþjóðlegt kyndilboðhlaup sem fram fer um allan heim. Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning manna og menningarheima á milli. Sem tákn um þessa viðleitni bera hlaupararnir logandi kyndil, sem berst manna á milli í þúsundum byggðarlaga í yfir hundrað löndum. Friðarhlaupið safnar ekki fé og leitar ekki eftir stuðningi við pólitískan málstað. Markmið hlaupsins er einfaldlega að auka meðvitund um að friður, vinátta og skilningur hefst í hjarta hvers og eins.
Yfir 100 lönd taka þátt í ár í öllum heimsálfum.”
Kjartan Lárusson íþróttakennarinn okkar fékk að hlaupu loknu viðurkenningu fyrir glæsilegt starf sitt í glímu og þá sérstaklega með börnum og unglingum.
Endilega skoðið heimasíðu Friðarhlaupsins en þar má m.a. finna myndir frá hlaupinu
Norræna skólahlaupið fór fram 27. september og stóðu allir þátttakendur sig með prýði en við bættum okkur um 37,5 km í ár. Í boði var að hlaupa 2,5km 5km og 10km – alls tóku 50 nemendur í 1. – 10. bekk þátt.
Foreldradagur, haustþing leikskólakennara og kennaraþing
Fimmtudaginn 4 október er foreldradagur í Bláskógaskóla á Laugarvatni. Upplýsingar um frammistöðumat og bókun á viðtalstíma verða sendar til foreldra með tölvupósti.
Föstudaginn 5 október verður lokað í leik- og grunnskóla vegna haustþings leikskólakennara og kennaraþings.