Hérna má sjá desember dagatöl fyrir leik og grunnskóla. Það eru alveg að koma jól!
Hérna má sjá desember dagatöl fyrir leik og grunnskóla. Það eru alveg að koma jól!
Ný einkunnarorð Bláskógaskóla Laugarvatni voru afhjúpuð við hátíðlega athöfn á uppskeruhátíð þemaviku í dag.
Orðin hafa verið í vinnslu síðastliðið ár og hafa allir nemendur skólans, starfsmenn, foreldrar og fulltrúar nærsamfélagsins komið að þeirri vinnu.
Við erum sannarlega stolt af þessum áfanga.
Næsta verkefni er að vinna með þessi einkunnarorð og skilgreina þau betur ásamt því að vinna út frá þeim skólareglur. Þessi vinna verður að sjálfsögðu unnin af nemendum og öðrum sem að koma að skólastarfinu.
Þessa vikuna er þemavika í skólanum og gengur hún algjörlega eins og í sögu. Allir eru að skemmta sér konunglega – bæði starfsmenn og nemendur. Föstudaginn 16. nóvember er uppskeruhátíð í skólanum þar sem nemendur munu sýna afrek vikunnar. Ný hjólabraut verður vígð, jólaskraut til sýnis, leiksýning á sviði, veitingar í boði og ýmislegt fleira. Þú vilt ekki missa af þessu 🙂
Fjölmiðlaflipp hópurinn hefur gengið á milli hópa og tekið viðtöl við bæði nemendur og kennara – hér má sjá smá brot af því sem þau hafa unnið að og um leið má sjá smá brot úr öllum þeim smiðjum sem voru í boði á þemavikunni 🙂
With Google+ plugin by Geoff Janes