Okkur leiðist nú ekki að kynna til leiks viðbót í frábært útinám hér við skólann – gönguskíði.
Það voru heldur betur gleðifréttir sem við fengum í síðustu viku skólinn þegar Elfa skólastjóri setti jákvæða athugasemd við andlitsbókarfærslu versluninnar Sportvals sem deildi myndum af gjöf til leikskólans Rauðhóls í Norðlingaholti. Verslunin var að gefa þeim gönguskíði til að efla hreyfingu í útiveru barnanna. Athugasemdin var um frábært framtak þeirra hjá Sportvali og að það væri nú gaman ef við hefðum slíkan búnað hér í skólanum þar sem útinámið er svo öflugt. Þau í Sportvali voru ekki lengi að hafa samband við okkur og gáfu okkur að gjöf 4 sett af gönguskíðum. Slíkar gjafir skipta okkur virkilega miklu máli. Við erum þakklát og glöð með þessa gjöf og lofum að halda áfram að virða okkur úti við, efla hreyfingu og próf okkur áfram á gönguskíðum.