Monthly Archives: March 2019
List fyrir alla og Sjúk ást

1-5 bekkur fékk leiksýningu frá List fyrir alla í morgun þar sem verkið sagan af nautum var sýnd.
Það var heldur betur skemmtileg sýning og virkilega gaman. Skemmtilegast af öllu var þó þegar nautið svaraði skemmtilega í símann sem hringdi óvænt á sviðinu á miðjri leiksýningu!

Unglingastig fékk flottan fyrirlestur frá starfsmönnum félagsmiðstöðvarinnar frá Sjúk Ást. Fyrirlesturinn er sniðinn fyrir unglingastig og allar félagsmiðstöðvar á landinu fá þessa fræðslu.
Hægt er að fara á heimasíðu til að fræðast um efni fyrirlestrarins og hvetjum við foreldra til að gera það svo umræðan fari einnig fram heima https://www.sjukast.is/

