Category Archives: Fréttir grunnskóladeildar
Desember dagatal
Leiksvæðið
Leiksvæðið
Í nokkur ár höfum við verið að þróa útisvæðið okkar hér við skólann og unnið það í góðri samvinnu við nemendur og foreldra.
Á uppskeruhátíð Þemadaga fyrir nokkrum árum lá frammi teikning sem foreldrar gagnrýndu og ígrunduðu með okkur svæðið. Það komu þar fram tillögur til að bæta aðgengi og annað sem við höfum verið að vinna markvisst með síðan. Nemendur hafa haft mikið um það að segja hvar þörfin liggur í leiktækjabúnað. Óskað var eftir rólum til að byrja með og voru þær staðsettar á nýju svæði við hlið skólans með dyggri hjálp foreldra. Einnig var útbúinn Gaga völlur bak við skólann sem er skemmtilegur leikur að spila. Til að bæta öryggi nemenda á svæðinu fyrir ofan skólann var farið í það að breyta og bæta göngustíga við skólahúsnæðið sunnan megin við skólann. Aðgengi leikskólabarna var þar bætt til muna og hiti lagður í göngustígana. Næst var í samstarfi við ungmennafélagið komið fyrir körfuboltavelli sem er mikið notaður.
Í fyrravetur sendi síðan 1-4 bekkur erinidi á sveitastjórn Bláskógabyggðar og óskaði eftir fleiri leiktækjum á lóðina við grunnskólann. Það var vel tekið í það erindi og nú á að halda áfram þeirri vinnu að þróa svæðið við hlið skólans þar sem rólurnar eru staðsettar. Búið er að fjarlægja þar gróður sem var eins og gengur úr sér genginn og hafði lokið sínu hlutverki. Þar opnast möguleiki að nýta svæðið áfram til leiks og gamans. Aparóla mun því koma þar á svæðið og í leiðinni verður hjólabrautin beturbætt og löguð til. Einnig gefst þar tækifæri til að gera góðar gönguskíðabrautir þegar snjórinn fer er að koma og við getum farið að nýta skíðin okkar á ný.
Næstu skref í þróun svæðisns snúa að nær svæðinu hér við skólann þar sem stendur til að koma meiri afþreyingartækjum fyrir nemendur fyrir.
Núna mun því fara fram tími þar sem leiktækinu verður komið fyrir og eru allir tilbúnir í það samvinnu verkefni svo vel gangi fyrir sig að leyfa þeim sem vinna verkið fá frið á svæðinu og ætlum við því að biðja nemendur um að fara ekki á svæðið á skólatíma.
Við erum sérlega glöð með þetta. Það var sérstaklega gaman að segja frá því í morgun að þessi ósk þeirra sé að verða að veruleika, eftir erindi til sveitastjórnar.
Hér fyrir neðan eru þær teikingar sem Landform vann fyrir okkur.
Starfsdagur og foreldraviðtöl
Kæru foreldrar/ forráðamenn
Við minnum á að næstkomandi fimmtudag og föstudag, eða þann 15. og 16. Október, verða áður auglýstir starfsdagar hjá grunn- og leikskóla Bláskógaskóla á Laugarvatni og bæði skólastig því lokuð.
Við minnum einnig á foreldradag í grunnskólastiginu á miðvikudaginn 14. Okt. Þá er leikskólinn opinn samkvæmt venju en grunnskólanemendur heima með sínum foreldrum.
Bréf um foreldradaginn sem verður rafrænn að þessu sinni eru komin til allra eða á leiðinni. Endilega látið okkur strax vita ef eitthvað kemur í veg fyrir að þið getið tekið þátt á þeim tíma sem úthlutað er.
Farið vel með ykkur
kveðja stjórnendur
Ólympíuhlaup ÍSÍ
Hlupu 227,5 km
Ólympíuhlaup ÍSÍ var haldið við skólann á þriðjudaginn. Ólympíuhlaup ÍSÍ hefur nú tekið við af Norræna skólahlaupinu sem hefur verið hluti af skólaíþróttum síðan 1984. Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Hlaupið er með sama sniði og geta nemendur valið á milli vegalengdanna 2,5 km, 5 og 10 km.
Nemendur og kennarar tóku þátt og hlupu alls 227,5 km sem verður að teljast mjög gott hjá 45 þátttakendum hlaupsins. Stór hópur fór 5 km að þessu sinni og nokkrir nemendur og einn kennari fór 10 km.
Hópurinn hljóp stóran hring um þorpið og fékk til þess mjög gott hlaupaveður.