Teymiskennsla
Skólaárið 2015-2016 var ákveðið að fara í þróunarverkefni teymiskennslu. Stefnt var að því að skilgreina skólann okkar sem slíkann. Sérstaka skólans með samkennslu árganga kallaði á slíkar breytingar og einnig þar sem þörf á stuðningskennslu/sérkennslu var þónokkur. Horft var þá til þess að teymiskennsla gæti eflt þann þátt til muna og sett voru fram eftir farandi markmið.
Teymiskennsla er þó alltaf í mótun og mismunandi eftir samkennslu hverji sinni hversu mikil þörfin er. Fjöldi og staða nemenda er misjöfn eftir árgöngum. Skólastjórendur meta þörfina fyrir hvert skólaár í samstarfi við kennara.
Markmið teymiskennslu kennara eru:
- Sameiginleg ábyrgð á námi nemanda
- Traust og virðing á milli teymiskennara
- Vænleg starfsskilyrði og aukin fagmennska
- Gagnrýni og endurmat
- Skýr markmið varðandi kennslu og nám
Í lok skólaársins 2017-2018 settu kennarar fram ígrundun á upplifun sinni á teymiskennslu sem kynnt var fyrir kennurum í Árnesþingi.