Starfsdagur mánudaginn 16. mars

Starfsdagur, mánudaginn 16. mars.

Kæru nemendur og foreldrar,

Stjórnendur og sveitarstjóri hafa ákveðið að mánudaginn 16. mars verði starfsdagur í skólanum.
Starfsdagur verður bæði í leik- og grunnskóla.
Dagurinn verður nýttur til að fara yfir næstu skref og gera áætlanir um framhaldið.

Allir nemendur eru heima þennan dag.
Við munum þó gera smá tilraun í fjarkennslu hjá 7. til 10. bekk en þeir nemendur fóru heim með Cromebook tölvur frá skólanum og fengu kennslu á þær í vikunni.
Hérna má sjá stutt kennslumyndband um tölvurnar: https://youtu.be/9pn11TSOXAk

8.-10. bekkur á að vera við tölvuna með kveikt á Teams klukkan 10:00 mánudaginn 16. mars.
7. bekkur á að vera við tölvuna klukkan 10:30 með kveikt á Teams mánudaginn 16. mars.
Þá verður stutt kennslustund til að prófa búnaðinn.
Ef að nemendur lenda í vandræmum við þetta þá geta þeir hringt í síma 8952409 og fengið leiðbeiningar hjá Guðmundi.

Enn og aftur þökkum við fyrir það frábæra samstarf sem við eigum við foreldrar og nemendur um þetta.

Frekari fréttir og upplýsingar verða settar inn eftir því sem hægt er.

Eigið góða helgi,
Kennarar og stjórnendur