Forkeppni Bláskógaskóla í stóru upplestrarkeppninni fór fram í Aratungu í dag.
Þar var lesinn texti og ljóð sem nemendur höfðu æft.
Fulltrúar skólans í lokakeppninni sem fram fer á Flúðum þann 18. mars næstkomandi eru Lára Björk Pétursdóttir og Styrmir Snær Jónsson og til vara verður Karl Jóhann Einarsson. Á Flúðum etja þau kappi við jafnaldra sína úr Flúðaskóla, Flóaskóla, Þjórsárskóla og Kerhólsskóla.
Til hamingju með flottan lestur og gangi ykkur vel í lokakeppninni á Flúðum.